Posted: 29. október 2017
Síendurteknar bakteríusýkingar í þvagblöðru er nokkuð algengt vandamál hjá konum. Einkenni blöðrubólgu eru óþægindi við þvaglát, t.d. sviði í þvagrás en einnig tíð og bráð þvaglát. Þá getur þvag verið illa lyktandi og gruggugt. Þvagfærasýking er greind með þvagprufu. Sjúklingur verður sér úti um þvagprufuglas í apóteki og skilar svokölluðu miðbunuþvagi á rannsóknarstofu eftir að […]
Posted: 24. október 2017
Hægt er að nálgast eyðublað fyrir þvaglátaskrá hér: Eyðublað fyrir þvaglátaskrá
Posted:
Hægt er að nálgast eyðublað/umsókn vegna ófrjósemisaðgerða hér: Eyðublað/umsókn vegna ófrjósemisaðgerða
Posted:
Eftir ófrjósemisaðgerð er miðað við 7 daga og um 10 daga eftir opna aðgerð á pung (vegna t.d. vatnshauls). Eftir umskurð/forhúðaraðgerðir er almennan reglan hins vegar 4 vikur.
Posted:
Miðað er við 25 sáðlátum eða 3 mánuðum eftir aðgerð. Menn þurfa að verða sér úti um þvagprufuglas í apóteki og skila síðan sýninu á Rannsóknarstofuna í Glæsibæ, Álfheimum 74. Niðurstöður liggja svo fyrir nokkrum dögum síðar.
Posted:
Almennt er í lagi að fara í sturtu daginn eftir aðgerð og á þetta við aðgerðir eins og ófrjósemisaðgerð, umskurði og opnar skurðaðgerðir á pung. Hins vegar ætti að bíða með sund, bað og heitan pott þangað til sár eru gróin.
Posted: 5. október 2017
Þvagleki á sér stað þegar einstaklingurinn nær ekki að halda í sér þvagi. Vandamálið er algengt og veldur oft mikilli vanlíðan og óþægindum. Þvagleki er gjarnan flokkaður í nokkrar mismunandi tegundir: Áreynsluleki. Sjúklingur missir þvag við áreynslu, t.d. hósta eða hnerra, þegar hann hoppar eða hleypur. Við þetta eykst þrýstingur á blöðruna og þvag lekur […]
Posted:
Sístaða lims verður þegar holdris varir í margar klukkustundir, ýmist löngu eftir að örvun á sér stað eða alveg ótengt slíkri örvun. Vandamálið er brátt og þarfnast skjótrar úrlausnar þar sem annars er hætta á viðvarandi skemmdum á stinningarvef limsins. Ættu slíkir sjúklingar því að leita á bráðamóttöku.
Posted: 4. október 2017
Peyronie´s sjúkdómur er kvilli sem leggst á getnarliminn og getur valdið bognun hans. Örvefsskellur myndast í bandvefsslíðrinu sem umlykur stinningarhólf limsins og geta valdið staðbundnum samdrætti og þarafleiðandi bognun limsins. Ástæður þessa eru ókunnar en einhvers konar áverki á liminn er gjarnan nefndur til sögunnar jafnvel þótt menn muni sjaldnast eftir slíku. Ekki er alltaf […]
Posted: 2. október 2017
Þegar stinning getnaðarlims er skert þannig að það hamli mönnum í kynlífi er talað um risvandamál. Slík vandamál eru nokkuð algeng, sumar rannsóknir hafa m.a.s. bent til að u.þ.b. 50% af karlmönnum eldri en 40 ára glími við þau að einhverju leyti. Orsakir slíkra vandamála geta verið ýmiss konar en er í grófum dráttum skipt […]