Boginn limur (Peyronie´s)

Peyronie´s sjúkdómur er kvilli sem leggst á getnarliminn og getur valdið bognun hans. Örvefsskellur myndast í bandvefsslíðrinu sem umlykur stinningarhólf limsins og geta valdið staðbundnum samdrætti og þarafleiðandi bognun limsins. Ástæður þessa eru ókunnar en einhvers konar áverki á liminn er gjarnan nefndur til sögunnar jafnvel þótt menn muni sjaldnast eftir slíku.

Ekki er alltaf þörf á að grípa til meðferðar við Peyronie´s. Stundum lagast ástandið af sjálfu sér og trufli sjúkdómurinn ekki kynlíf er meðferð ekki nauðsynleg. Í vissum tilvikum er bognunin þó það mikil að hún truflar samlíf og þarf þá að grípa til meðhöndlunar.

Í dag er einkum tvenns konar meðferð í boði. Annars vegar sprautumeðferð þar sem svokölluðum kollagenasa (Xiapex) er sprautað í örvefsskellurnar. Kollagenasinn brýtur þær niður og mýkir og við það getur bognunin minnkað. Hins vegar er um að ræða skurðaðgerð þar sem bognunin er leiðrétt með því að setja sauma í skaft limsins á mótstæðu hliðinni. Við þetta réttist limurinn en styttist þó einnig yfirleitt líka. Aðgerðin er alla jafna framkvæmd á læknastofum, oftast í staðdeyfingu eða stuttri svæfingu.

Algengir sjúkdómar


Annað efni