Nýjast

Hvar nálgast ég eyðublað fyrir þvaglátaskrá?

Posted: 24. október 2017

Hægt er að nálgast eyðublað fyrir þvaglátaskrá hér: Eyðublað fyrir þvaglátaskrá

Hvar nálgast ég eyðublað/umsókn vegna ófrjósemisaðgerða?

Posted:

Hægt er að nálgast eyðublað/umsókn vegna ófrjósemisaðgerða hér: Eyðublað/umsókn vegna ófrjósemisaðgerða

Hvenær má byrja að stunda kynlíf eftir aðgerð?

Posted:

Eftir ófrjósemisaðgerð er miðað við 7 daga og um 10 daga eftir opna aðgerð á pung (vegna t.d. vatnshauls). Eftir umskurð/forhúðaraðgerðir er almennan reglan hins vegar 4 vikur.

Hvenær á að skila sæðisprufu eftir ófrjósemisaðgerð?

Posted:

Miðað er við 25 sáðlátum eða 3 mánuðum eftir aðgerð. Menn þurfa að verða sér úti um þvagprufuglas í apóteki og skila síðan sýninu á Rannsóknarstofuna í Glæsibæ, Álfheimum 74. Niðurstöður liggja svo fyrir nokkrum dögum síðar.

Hvenær má ég fara í sturtu eftir skurðaðgerð?

Posted:

Almennt er í lagi að fara í sturtu daginn eftir aðgerð og á þetta við aðgerðir eins og ófrjósemisaðgerð, umskurði og opnar skurðaðgerðir á pung. Hins vegar ætti að bíða með sund, bað og heitan pott þangað til sár eru gróin.

Sístaða lims (priapism)

Posted: 5. október 2017

Sístaða lims verður þegar holdris varir í margar klukkustundir, ýmist löngu eftir að örvun á sér stað eða alveg ótengt slíkri örvun. Vandamálið er brátt og þarfnast skjótrar úrlausnar þar sem annars er hætta á viðvarandi skemmdum á stinningarvef limsins. Ættu slíkir sjúklingar því að leita á bráðamóttöku.  

Krabbamein í eistum

Posted: 5. október 2015

Krabbamein í eistum er algengasta krabbameinið hjá karlmönnum á aldrinum 25-45 ára hér á landi. Þrátt fyrir það er krabbamein í eistum sjaldgæft, eða um ca 1% allra illkynja æxla hjá karlmönnum. Aukin áhætta er fyrir hendi hjá þeim mönnum þar sem eistað hefur ekki gengið niður í punginn með eðlilegum hætti í fósturlífi. Fjölskyldusaga […]

Krabbamein í þvagvegum (þvagblöðru, nýrnaskjóðu, þvagleiðurum og þvagrás)

Posted:

Krabbamein í þvagvegum eru um 5% allra illkynja meina sem greinast á Íslandi. Oftast er um að ræða svokölluð þvagvegaþekjuæxli (transitional cell carcinoma) en fleiri vefjagerðir þekkjast einnig (kirtilfrumukrabbamein og flöguþekjukrabbamein). Þekktir áhættuþættir eru tóbaksreykingar og einnig vinna með ákveðin kemisk efni, t.d. ákveðin litarefni. Viss sníkjudýr (Schistosoma hematobium) eru einnig þekkt fyrir að auka […]

Góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli (Benign Prostatic Hyperplasia, BPH)

Posted:

Gerður er greinarmunur á krabbameini í blöðruhálskirtli og góðkynja stækkun (Benign Prostatic Hyperplasia, BPH). Síðarnefnda fyrirbærið er ekki illkynja krabbamein, getur ekki dreift sér um líkamann og er afar sjaldan hættulegur mönnum. Orsakir BPH eru ekki að fullu kunnar en ljóst að hormónar, einkum karlkynshormónið (testosterón) skipta þar miklu máli. Blöðruhálskirtillinn stækkar og eykst að […]

Nýrnasteinar

Posted:

Vandamál tengd nýrnasteinum eru algeng á Íslandi. Flestir nýrnasteinar myndast uppi í nýrunum sjálfum og geta borist þaðan niður í þvagleiðara. Einkennin geta verið sárir verkir í öðrum hvorum flankanum sem leiða oft aftur í bak eða niður í nára. Oft fylgir þessum verkjum ógleði og uppköst og stundum blóð í þvagi. Steinar sem liggja […]