Umskurður

Umskurður (cirkumcision) er ýmist framkvæmdur í staðdeyfingu (með/án slævingar) eða í svæfingu. Limurinn er deyfður með staðdeyfilyfi og síðan framkvæmdur hringlaga skurður, nálægt brún kóngsins (glans penis) og forhúð fjarlægð. Eftir á er kóngurinn berskjaldaður og hinn hringlaga skurður saumaður saman með þræði sem losnar og dettur úr af sjálfu sér (3-4 vikur). Umbúðir eru settar á í lok aðgerðar og sjúklingur fjarlægir síðan þær umbúðir varlega daginn eftir. Þá er leyfilegt að fara í sturtu en ekki bað, heitan pott eða sund fyrr en sár eru vel gróin og saumar farnir. Bíða á með kynlíf í 6 vikur eftir aðgerð.

Vanalegt er að menn hafi verki og bólgur í limnum fyrstu 10-14 dagana eftir aðgerð og gætu þurft verkjalyf á því tímabili.

 

NB! Bólgni limurinn mikið upp fyrstu klukkutímana eftir aðgerð og vætli blóð milli sauma gæti verið um að ræða bráða blæðingu í kjölfar aðgerðar og ætti sjúklingur því að leyta á bráðamóttöku til mats og skoðunar.

Helstu aðgerðir


Annað efni