Brottnám á steini úr þvagleiðara

Aðgerðin er oftast framkvæmd í svæfingu og oft fær sjúklingur sýklalyf í tengslum við inngripið. Skurðlæknirinn speglar inn um þvagrás og upp í þvagleiðarann þar sem steinninn situr. Ef steinninn er ekki þeim mun stærri er hægt að bregða sérstakri körfu eða griplu um steininn, fanga hann og draga út. Oft þarf þó að brjóta steininn og er þá notaður leysigeisli. Oft er sérstök, grönn slanga skilin eftir inni í þvagleiðaranum, milli nýrans og blöðrunnar. Er hún sett til að tryggja afrennsli þvags frá nýranu og er alla jafna fjarlægð 7-10 dögum síðar. Í kjölfar þess þarf að framkvæma einhvers konar myndgreiningarrannsókn til eftirlits, yfirleitt 4-6 vikum eftir aðgerð, til að ganga úr skugga um að steinn sé horfinn og nýranu líði vel.

Helstu aðgerðir


Annað efni