Brottnám á þvagblöðrusteini

Aðgerðin er framkvæmd í svæfingu eða mænudeyfingu og er oft framkvæmd á sama tíma og blöðruhálskirtilsheflun.

Speglað er inn um þvagrás og inn í blöðru, steininn mulinn með sérstökum bor eða töng og mulningnum spúlað út. Þvagleggur er alla jafna skilinn eftir strax að aðgerð lokinni og oftast fjarlægður sama dag eða daginn eftir. Í kjölfar aðgerðar getur blætt um þvagrás og sjúklingur fundið fyrir ertingseinkennum með tíðum og bráðum þvaglátum ásamt sviða við þvaglát.

Helstu aðgerðir


Annað efni