PSA (Prostate Specific Antigen)

Prostate Specific Antigen (PSA) er efni sem myndast í blöðruhálskirtlinum og losnar þaðan út í blóðrásina þar sem hægt er að mæla styrk þess með einfaldri blóðprufu. Hækkað PSA-gildi getur stafað af ýmsum orsökum, t.d. í tengslum við sýkingar innan þvagvega eða stækkaðan blöðruhálskirtil. Mjög hátt og/eða síhækkandi gildi getur hins vegar vakið grunsemdir um krabbamein í blöðruhálskirtlinum. Ef slíkar grunsemdir eru til staðar þarf oftast að taka vefjasýni frá kirtlinum. Þetta er gert með hjálp ómtækis sem sett er inn í endaþarm og 8-12 nálarsýni síðan tekin frá völdum stöðum kirtilsins. Inngripið er gert í staðdeyfingu og eftir gjöf fyrirbyggjandi sýklalyfja.

Eftir aðgerðina er smávægileg blæðing frá þvagrás og endaþarmi allvanaleg en fái sjúklingur háan hita og hroll í kjölfar slíkrar sýnatöku ætti hann að leita á bráðamóttöku.

Niðurstöður sýnatöku eru yfirleitt tilbúnar 7-10 dögum eftir aðgerðina.

Algengir sjúkdómar


Annað efni