Ófrjósemisaðgerð karla

Þessi aðgerð er ýmist framkvæmd í staðdeyfingu (með eða án slævingar) eða svæfingu. Gerðir eru litlir skurðir á punginn báðum megin og sáðrás þar klippt í sundur, vefjabútur skorinn burtu og sendur í vefjagreiningu. Sáðrásarendar eru brenndir og hnýttir og sárin síðan saumuð með þræði sem losnar og dettur úr af sjálfu sér. Strax að aðgerð lokinni er mönnum ráðlagt að fara heim og halda kyrru fyrir í rólegheitum þangað til daginn eftir. Þá geta menn – ef allt hefur gengið vel – mætt til vinnu ef um er að ræða kyrrsetuvinnu. Forðast skal mikla líkamlega áreynslu fyrstu 7 dagana á eftir. Verkir í pungnum eru algengir fyrstu vikuna eða svo og því skynsamlegt að eiga væg verkjalyf, t.d. panodil. Sturta er leyfileg daginn eftir aðgerð en sund, heita pottar o.s.frv. ætti að forðast þangað til sár eru vel gróin.

 

NB! Bólgni pungurinn skyndilega mikið upp fyrstu klukkustundirnar eftir aðgerðina gæti verið um blæðingu að ræða og er mönnum þá ráðlagt að fara á bráðamóttöku til skoðunar.

Helstu aðgerðir


Annað efni