Heflun á þvagblöðruæxli (TURBt)
Aðgerðin er alla jafna framkvæmd í svæfingu. Skurðlæknirinn speglar inn í þvagblöðru með sérstökum áhöldum og “heflar” eða “skrapar” burtu æxlið. Æxlisspænirinn er síðan sendur í vefjagreiningu. Í kjölfarið er oftast settur þvagleggur sem fjarlægður er eftir aðgerðina, áður en sjúklingur fer heim. Algengustu fylgikvillarnir eru blæðingar um þvagrás en auk þess er algengt að sjúklingar kvarti undan tíðum og bráðum þvaglátum og mögulega sviða við þvaglát.
Niðurstöður vefjagreiningar liggja oftast fyrir 7-10 dögum eftir aðgerð.