Blöðruspeglun

Við blöðruspeglun er blöðruspeglunartæki (cystoscope) þrætt inn í þvagrás og upp í þvagblöðru og slímhúð þvagrásar og þvagblöðru skoðuð. Aðgerðin er oftast framkvæmd í staðdeyfingu þar sem staðdeyfigeli er sprautað upp í þvagrásina áður en rannsóknin hefst. Speglunin tekur oftast einungis örfáar mínútur í framkvæmd og eftir á getur sjúklingur fundið fyrir vægum óþægindum við þvaglát og/eða séð rauðlitað þvag í 1-2 sólarhringa.

Blöðruspeglun gefur góðar upplýsingar um innra byrði þvagblöðrunnar, þ.e. hvort þar leynist t.d æxli, bólgur eða steinar.

Helstu aðgerðir


Annað efni