Blóð í þvagi

Rauðleitt þvag getur gefið til kynna að blætt hafi frá þvagvegum. Ýmsar ástæður geta verið fyrir slíkri blæðingu, t.d. þvagfærasýking, steinar innan þvagvega eða mögulega illkynja krabbameinsæxli. Verði sjúklingur var við blóð í þvagi ætti hann að leita læknis. Hefðbundin uppvinnsla á þessu vandamáli felur í sér þvagrannsókn og mögulega þvagræktun, blóðrannsókn, röntgenrannsókn (tölvusneiðmynd) af efri hluta þvagvega (nýrum og þvagleiðurum) og svokallaða blöðruspeglun þar sem innra byrði þvagrásar og þvagblöðru er spegluð með sérstökum speglunartækjum.

Algengir sjúkdómar


Annað efni