Aðgerð vegna vatnshauls/sæðishauls í pung

Þessi skurðaðgerð er alla jafna framkvæmd í svæfingu en í vissum tilvikum staðdeyfingu með eða án slævingar. Gerður er skurður á pung sem í lok aðgerðar er saumaður með þræði sem losnar og dettur úr af sjálfu sér á 3-4 vikum. Oft er svokallað dren skilið eftir og fer sjúklingur þá með það heim og er það þá fjarlægt nokkrum dögum síðar.

Strax að aðgerð lokinni er mönnum ráðlagt að fara heim í rólegheit og að forðast mikla líkamlega áreynslu næstu vikuna.

Verkir og bólga í pungnum er algeng í kjölfar aðgerðar fyrstu 10-14 dagana á eftir og gætu sjúklingar þá þurft að taka væg verkjalyf.

 

NB! Bólgni pungurinn skyndilega mikið upp fyrstu klukkustundirnar eftir aðgerðina gæti þetta verið merki um blæðingu og er sjúklingi þá ráðlagt að leita á bráðamóttöku.

Helstu aðgerðir


Annað efni