Sýnataka frá blöðruhálskirtli

Þessi rannsókn er framkvæmd ef grunsemdir vakna um krabbamein í blöðruhálskirtli, annað hvort vegna hækkaðs PSA gildis í blóði eða að þreifing á kirtlinum veki grunsemdir.

Oftast er aðgerðin framkvæmd í staðdeyfingu þar sem ómtæki er komið fyrir í endaþarmi, staðdeyfing lögð og síðan tekin 8-12 stungusýni frá kirtlinum. Í tengslum við aðgerðina þarf sjúklingur að taka sýklalyf til að fyrirbyggja sýkingar vegna inngripsins.

Niðurstaða sýnatökunnar liggur alla jafna fyrir u.þ.b. 10 dögum síðar.

 

NB! Fái sjúklingur í kjölfar sýnatöku háan hita og hroll gæti verið á ferðinni sýking af völdum inngripsins og þarf viðkomandi einstaklingur þá að fara á bráðamóttöku og gæti jafnvel þurft sýklalyf í æð.

Helstu aðgerðir


Annað efni