Árni Stefán Leifsson

Þvagfæraskurðlæknir

Allar almennar þvagfæraskurðlækningar svo sem þvagblöðru- og blöðruhálskirtilsvandamál, ristruflanir, ófrjósemisaðgerðir karla og nýrnasteinar.

Árni útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2002 og fékk almennt lækningaleyfi 2003. Stundaði sérnám í Västerås og Uppsala, Svíþjóð og öðlaðist sérfræðiviðurkenningu í þvagfæraskurðlækningum 2011. Eftir sérnám fluttist Árni heim til Íslands 2013 og hefur starfað við þvagfæraskurðdeild Landspítala ásamt því að hafa rekið læknastofu í Læknahúsinu í Domus Medica, Klínikinni Ármúla og nú í Læknastöðinni Glæsibæ.

Árni sinnir greiningu á sjúkdómum í þvagfærum sem og kynfærum karla, svo sem nýrna-, þvagblöðru- og blöðruhálskirtilskrabbameini, nýrnasteinum, ristruflunum og þvaglátavandamálum.

Menntun

Útskrift Læknadeild HÍ 2002 Almennt lækningaleyfi 2003 Sérfræðingsleyfi í þvagfæraskurðlækningum 2011, Háskólasjúkrahúsið Uppsala, Svíþjóð.